BuzzerBeater Forums

Ísland - I.1 > Stjörnuleikur XVII (Tímabil 17)

Stjörnuleikur XVII (Tímabil 17)

Set priority
Show messages by
From: andrip
This Post:
33
196411.1
Date: 09/13/2011 16:46:58
Overall Posts Rated:
4444
Sæl veriði öllsömul og velkomin á upphitunina fyrir stjörnuleik 17. tímabils Buzzerbeater.

Þetta tímabilið er leikur úrvalsdeildar haldinn í Félagsheimilinu, en það er eins og flestir vita heimavöllur Húnanna.
Völlurinn er með þeim glæsilegustu á landinu, þótt hann sé kannski ekki sá stærsti og til gamans má geta að ljósakrónurnar einar sér kostuðu yfir 2 milljón dollara. Sæti eru fyrir 17.765 manns eftir smávæginlega stækkun núna í ágúst. Þar af eru 30 lúxus sæti, sem verða frátekin á morgun fyrir stjóra úrvalsdeildarinnar og nokkra útvalda stjóra úr 2. deildunum. Einnig hafa borist fréttir um að þjóðþekkir einstaklingar hafi boðað komu sína, þar á meðal Sverrir Stormsker, Hannes Hólmsteinn og Geir Ólafs.

Leikurinn ætti án vandkvæða að vera spilaður klukkan 7 annað kvöld, en þó held ég að við mættum allir búast við seinkun, þar sem þessi leikur virðist vera of stór biti fyrir stjórnendur leiksins hvað eftir annað, og sjaldan hefur hann verið spilaður án nokkurrar drullu í brók af þeirra hálfu.

Herlegheitin hefjast eins og vanalega á þriggja stiga keppni nokkurra skotglaðra einstaklinga úr liðum deildarinnar. 6 leikmenn taka þátt í þetta skiptið og koma þeir úr 6 mismunandi liðum, 4 úr Great 8 og 2 úr Big 8.

Leikmennirnir eru:
Félix Bello - Dark Viking
Angelo Gatta - Claud Team
Ísólfur Ólafsson - Skytturnar
Ahir Brkan - tanginn
Alfio Zanobi - FB Böðvar
Néstor Robertet - Mumbai Maestro

Allt ágætir leikmenn svosem, en þó verður að segjast að einn leikmaður ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn, enda 203 cm, Ísólfur Ólafsson. Sá drengur hefur unnið þessa keppni oftar en nokkur annar, 5 sinnum.
Hans helsti keppinautur í keppninni í þetta skiptið, er þó talinn vera hinn stæðilegi bakvörður tangans, Ahir Brkan, en honum tókst að sigra keppnina á 14. tímabili.

En þá er komið að leiknum sjálfum, að venju eru 10 leikmenn í hvoru liði, en sitt sýnist hverjum um það hvort að það þýði að þetta séu bestu mennirnir í stöðunni eður ei.

(Hér átti svo að koma ítarleg umfjöllun um leikinn sjálfann, en hún verður að bíða í smá stund sökum þess að ég er fokking tapsár.)

Framhald síðar...

From: andrip

This Post:
00
196411.2 in reply to 196411.1
Date: 09/14/2011 14:02:22
Overall Posts Rated:
4444
Deeem hvað ég nenni þessu ekki. En það verður bara að hafa það.

Big 8
Starters:

PG: Bárður Munason - Húnarnir
SG: Ísólfur Ólafsson - Skytturnar
SF: Hu Kutcheng - Claud Team
PF: Valgeir Steinþórsson - Húnarnir
C: Almis Pasevicius - The Tortillas

Backups:

PG: Guðmundur Gestsson - Skytturnar
SG: Angelo Gatta - Claud Team
SF:Henriks Tielavs - The Tortillas
PF:Seppo Uuttu - Claud Team
C: Steinn Ellertsson - Húnarnir

Great 8
Starters:

PG: Hákon Jónasson - tanginn
SG: Ahir Brkan - tanginn
SF: Huginn Maronsson - MS#1
PF: Aðalgeir Narfason - Mumbai Maestro
C: Anton Sveinsson - Mumbai Maestro

Backups:

PG: Ananias Capuyan - tanginn
SG: Þormóður Árnason - Svalbó City
SF: Gaspare Bisio - Dark Viking
PF: Shakar Saigh - tanginn
C: Liudvikas Dvilis - tanginn

Glöggir lesendur taka eflaust eftir því að margir leikmenninir koma úr sömu liðunum, sem má eflaust lesa þannig að það sé að breikka bilið á milli góðu og lélegu liðanna.

Nokkrar Staðreyndir:
*Tanginn á 5 leikmenn í hópnum, eða helming leikmanna Great 8.
*Húnarnir og Claud Team eiga 3 leikmenn hvor í Big 8 hópnum.
*Bæði lið innihalda 5 íslendinga.
*3 leikmenn í hópnum tóku einnig þátt í 3 stiga keppninni, þeir Ísólfur, Angelo og Ahir.

Æi, ég nenni þessu ekki lengur, er farinn í FM.

From: andrip

This Post:
00
196411.3 in reply to 196411.2
Date: 09/14/2011 15:57:38
Overall Posts Rated:
4444
Eru engin lyfjapróf í þessum leik? Ananias Capuyan er klárlega á einhverju, búinn að setja öll 15 skotin sín niður í fyrri hálfleik, þar af 4 þrista?

From: maggig

This Post:
00
196411.4 in reply to 196411.3
Date: 09/14/2011 16:33:41
Overall Posts Rated:
44
Eru engin lyfjapróf í þessum leik? Ananias Capuyan er klárlega á einhverju, búinn að setja öll 15 skotin sín niður í fyrri hálfleik, þar af 4 þrista?


einn og hálf mínuta eftir og hann er en með 100% nýtingu þar af: 20/20FG og 4/4 3PT og svo 10 assists mjög sáttur með hann

Edit: um leið og ég póstaði þessu þá klúðraði hann tveim skotum :(

Last edited by maggig at 09/14/2011 16:34:57

From: andrip

This Post:
00
196411.5 in reply to 196411.4
Date: 09/14/2011 19:28:29
Overall Posts Rated:
4444
Þessir stjörnuleikir eru samt svo mikið bull, backuparnir spiluðu til dæmis meira en starterarnir, hvaða rugl er það?